Auðvelt haustföndur : Hurðarkrans

Auðvelt haustföndur : Hurðarkrans

Ég held mikið upp á haustin og elska fallegu haustlitina og allar samverustundirnar sem hægt er að finna upp á þá sérstaklega elska ég föndur og allskyns dúllerí með krökkunum. Það er aðeins meiri ró yfir öllu á haustin, að minnsta kosti á okkar heimili (ef ég sleppi að nefna framkvæmdargleðina í húsfrúnni þessa dagana… ), það eru töluvert færri plön en í sumar og framundan er jólatímabilið með sinni dagskrá sem alltaf fylgir. Ég ætla því að njóta þessa tíma í botn með mínu fólki og kem vonandi til með að deila með ykkur góðum hugmyndum.

Ég byrja á að deila með ykkur haustkransinum sem ég gerði fyrir nokkrum dögum síðan og allir geta líka gert hvort sem það sé með efni úr garðinum þínum eða frá nágranna, eða að kaupa í blómabúð. Það mikilvægasta sem þarf er krans, vír og skæri og svo leyfir þú hugmyndarfluginu að ráða för og hleður á kransinn fallegum haustlitum og ég get lofað þér því að útkoman verður falleg.

Back to blog