Um Studio Flamingó
Fegurð sem endist,
Við elskum blóm - í öllum sínum myndum. Hvort sem það eru villt blóm úr garðinum eða gerviblóm. Það er eitthvað ótrúlega sérstakt við það að eiga blóm sem endast og að hafa skreytingu sem þú getur treyst á og notað aftur og aftur.
Við þekkjum tilfinninguna alltof vel að vilja skreyta heimilið við hvert tækifæri með blómum sem síðan er óþægilegt að henda þegar líftíminn er liðinn. Það er núna liðin tíð.
Við bjóðum upp á vönduðustu eilfíðarblóm sem völ er á, og þurfa þau ekkert viðhald.
Hvort sem þú ert að leita að fallegum blómvendi fyrir heimilið, eða einhverju einstöku fyrir veisluna þína eða viðburð, þá bjóðum við úrval af blómum og sérhæfum okkur í að leigja umhverfisvænar blómaskreytingar til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vinnum með sérvöldum framleiðendum allstaðar að úr heiminum og handgerum okkar blómvendi og skreytingar sjálfar í stúdíóinu okkar.
Mörg af fremstu fyrirtækjum landsins eru viðskiptavinir okkar, og það sem er einkennandi er að þeir sem leigja blómin okkar, koma aftur, og vilja eignast sinn eigin vönd eftir að hafa notið þeirra. Blómin okkar eru þó ekki aðeins falleg, þau eru byggð til að standast tímans tönn og þú getur alltaf treyst á að þau verði falleg þegar þú þarft á þeim að halda.
Takk fyrir að velja Studio Flamingo
