Guðdómlega fallegt eldhús á glæstu dönsku heimili

Guðdómlega fallegt eldhús á glæstu dönsku heimili

VÁ er besta orðið til að lýsa þessu dásamlega fallega og bjarta heimili sem staðsett er á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Eldhúsið vakti samstundis athygli mína, birtan flæðir inn um bogadregna gluggana og fallegir upprunalegir skrautlistar frá 1909 setja sinn sjarma á rýmið og útkoman er mjög glæsileg. Ljós blágráar eldhúsinnréttingar með fulningarhurðum og marmaraborðplötu setja hlýlegan svip á eldhúsið, og glerskápur fylltur með smekklegum eldhúsmunum í bland við þekkta hönnun gefur herberginu þennan persónulega blæ. Eldhúsborðið er frá Gubi og klassískir Y stólar frá Carl Hansen eru við það og guðdómlega falleg ljós frá Anour og Aqua Creations hanga yfir eldhúsborðinu og eyjunni.
Ljósið yfir eyjunni er frá spennandi hönnunarmerki sem heitir Aqua Creations – en fæst því miður ekki á Íslandi. Þetta er sami framleiðandi og hannar gólflampann í stofunni sem mun líka vekja athygli ykkar.

Myndir : Anna Rewentlow fasteignasala

Dásamlegt ekki satt? Hér gæti ég búið ♡

Back to blog

Leave a comment