Hvað eru eilífðarblóm?
Gerviblóm hafa lengi þótt vinsæl en algengust hafa þau verið úr óvönduðum efnum og oft eru þau ekki mjög raunveruleg. Í dag hafa gerviblóm þó þróast og er núna hægt að finna gerviblóm sem líta út nánast alveg eins og raunveruleg blóm, bæði í útliti og áferð. Þessi blóm kýs ég að kalla eilífðarblóm.
Afhverju ættir þú að velja eilífðarblóm?
Eilífðarblóm líta nánast út eins og náttúruleg blóm og endast árum saman. Þú þarft einnig ekkert að viðhalda þeim svo þau missi ekki fegurð sína.
Eilífðarblóm geta þó verið dýrari en hefðbundin gerviblóm úr næstu verslun, það er vegna þess að framleiðslan er mjög ólík ásamt gæðunum. En þó svo að eilífðarblómin séu ekki ódýr, eru þau þó á sambærilegu verði og vandaður ferskur vöndur úr blómaverslun sem inniheldur sérvalin og glæsileg blóm eins og orkideur og hortensíur, og þar sem eilífðarblómin visna ekki heldur líta alltaf fersk út, þykja þau hagkvæm fjárfesting sem endist í langan tíma.
Ég hafði lengi leitað að raunverulegri gerviblómum til að skreyta heimilið mitt með, því ég varð alltaf smá leið þegar ég sá hvernig fallegu blómin mín visnuði hægt og rólega í vasanum og að lokum enduðu þau í ruslinu. Ég keypti mér fljótlega ný blóm í vasann og sagan endurtók sig.
Úrvalið af gerviblómum heillaði mig ekki og silkiblómin sem eru algengust þóttu mér ekki nógu raunveruleg. Ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu og fann að lokum einstaklega vönduð eilífðarblóm sem eru flest hver með áferð sem minnir á ekta blóm. Blómin eru handgerð og hugsir þú vel um þau munu þau endast mjög lengi og færa heimilinu þínu líf og lit á hverjum degi.
Hvernig á að hugsa um blómin?
Ef þú hugsar vel um blómin þín munu þau haldast falleg árum saman. Haltu þeim úr beinu sólarljósi því geislar sólarinnar geta upplitað og dofnar þá liturinn með tímanum. Einnig geta hvít blóm gulnað ef geymd við glugga eða í sólarljósi til lengri tíma. Forðastu að geyma blóm inni á baðherbergi eða utandyra því mikill raki getur skemmt þau með tímanum. Blómin mega einnig ekki standa í vatni í vasa.
Eilífðarblóm þurfa afar lítið viðhald en ef þörf er á má dusta ryk af blómunum með þurrum mjúkum klút, fjaðrakústi, eða hægt að nota hárblásara með lágri kaldri stillingu.
Hægt er að beygja stilkana og því getur þú breytt vendinum og aðlagað að ólíkum vösum. Ef þú vilt stytta stilkana er gott að nota víraklippu og beygja svo stilkinn 2-3 sinnum fram og tilbaka þar til vírinn klofnar.
Myndirnar af blómvöndunum eru til viðmiðunar og hvet ég þig til þess að raða blómunum saman á þinn hátt. Einnig gætir þú viljað skipta stórum vöndum í nokkra minni vasa. Leyfðu hugmyndarfluginu að ráða för.