
Eilífðarblóm - ekkert vatn, ekkert vesen. Alltaf falleg.
-
Sold out
Pumkin Spice Latte
Regular price 28.990 ISKRegular priceUnit price / perSold out -
The Scandinavian
Regular price 23.990 ISKRegular priceUnit price / per -
Berry Blossom
Regular price 24.990 ISKRegular priceUnit price / per -
Summer Bliss
Regular price 27.990 ISKRegular priceUnit price / per -
Scandinavian Blush
Regular price 23.990 ISKRegular priceUnit price / per -
Matcha Latte
Regular price 15.990 ISKRegular priceUnit price / per

Gerviblóm hafa lengi notið vinsælda en oft eru þau úr óvönduðum efnum og þykja ekki mjög raunveruleg. Í dag hafa gerviblóm þróast og til eru svo vönduð gerviblóm að þau líta út nánast alveg eins og raunveruleg blóm, bæði í útliti og áferð. Þessi blóm kýs ég að kalla eilífðarblóm.

Ég hafði lengi leitað að raunverulegri gerviblómum til að skreyta heimilið mitt með. Úrvalið af gerviblómum heillaði mig ekki og silkiblómin sem eru algengust þóttu mér ekki nógu raunveruleg. Ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu og fann að lokum einstaklega vönduð eilífðarblóm sem eru flest hver með áferð sem minnir á ekta blóm. Blómin eru handgerð og hver öðru fallegri.
Hugsir þú vel um blómin munu þau endast árum saman og færa heimilinu þínu líf og lit á hverjum degi.
Algengar spurningar
Afhending?
Allar pantanir eru keyrðar heim innan höfuðborgarsvæðisins.
Lítið mál er að verða við séróskum, endilega hafðu samband á info@studioflamingo.is
Einnig er unnið að því að hægt verði að senda blómvendina með póstinum utan höfuðborgarsvæðis.
Endingartími?
Ef þú hugsar vel um blómin þín munu þau haldast falleg árum saman. Haltu þeim úr beinu sólarljósi því geislar sólarinnar geta upplitað og dofnar þá liturinn með tímanum. Einnig geta hvít blóm gulnað ef geymd út í glugga til lengri tíma. Forðastu að geyma blóm inni á baðherbergi eða utandyra því mikill raki getur skemmt blómin með tímanum.
Eilífðarblóm þurfa afar lítið viðhald en ef þörf er á má dusta ryk af blómunum með þurrum mjúkum klút, fjaðrakústi, eða hægt að nota hárblásara með lágri kaldri stillingu.
Hægt er að beygja stilkana og því getur þú breytt vendinum og aðlagað að ólíkum vösum. Ef þú vilt stytta stilkana er gott að nota víraklippu.
Myndirnar af blómvöndunum eru til viðmiðunar og hvet ég þig til þess að raða blómunum saman á þinn hátt. Einnig gætir þú viljað skipta stórum vöndum í nokkra minni vasa. Leyfðu hugmyndafluginu að ráða för!